Sykurneysla, offita og sykursýki

Hér er býsna sláandi myndband frá CSPI (Center for Science in the Public Interest) um tengsl sykurneyslu, offitu og sykursýki. Gosdrykkir fá falleinkun. Í  fréttatilkynningu sam gefin var út í tengslum við birtingu myndbandsins kemur fram að CSPI sé nú að herða tökin í langvinnri baráttu sinni til að draga úr neyslu gosdrykkja og annarra sætra drykkja, með því að draga fram í dagsljósið slæmar afleiðingar þeirra á heilbrigði og sjúkdóma. 

Myndbandið inniheldur lagið "Sugar" sem samið var af Jason Mraz og er flutt af honum ásamt rapparanum MV Flow.

Talið er að gosdrykkir og aðrir sætir drykkir séu stærsta einstaka uppspretta hitaeininga í fæði Bandaríkjamanna og koma um sjö prósennt hitaeininganna úr þessum vörum. Þótt fyrirtæki eins og Coca-Cola og PepsiCo eyði miklum fjármunum í auglýsingar sem tengja gosdrykki við gleði og hamingju, er ljóst að neyslan slíkra drykkja tengist aukinni tíðni offitu og sykursýki. Viðbótarsykurdrykkur daglega eykur líkur barns á að fá offitu um 60 prósent. Ef eins til tveggja sykurdrykkja er neytt daglega aukast líkur á sykursýki um 27 prósent. Í myndbandinu uppgötvar bjarnarfjölskyldan að sykurdrykkir eru uppspretta sorgar en ekki gleði. 


© Axel F Sigurdsson 2012