Efnaskiptavilla

12537562 m

Efnaskiptavilla (metabolic syndrome) er hugtak sem notað er til að lýsa ákveðnu líkamsástandi sem fylgir aukin hætta á hjarta-og æðasjúkdómum auk sykursýki af tegund 2. Efnaskiptavilla er oft til staðar hjá þeim sem eru of þungir, en getur einnig verið til staðar þótt líkamsþyngd sé eðlileg, sérstaklega ef kviðfita er mikil. Síðarenfnda fyrirbærið er stundum kallað "normal weight obesity" á ensku. 

Talið er að allt að 25% Bandaríkjamanna hafi efnaskiptavillu. Heilkennið einkennist af kviðfitu með aukni mittismáli, háum þríglýseríðum í blóði, lágu HDL-kólesteróli ("góða" kólesterólið), háum blóðþrýstingi og hækkuðum blóðsykri. Þetta ástand eykur hættuna á hjarta-og æðasjúkdómum. 

Skilgreiningin á efnaskiptavillu byggir á því að þrjú af eftirtöldum atriðum séu til staðar.

  • Mittismál: Meira en 94 cm hjá körlum og meira en 80 cm hjá  konum
  • Hár blóðþrýstingur
  • Hátt magn þríglýseríða í blóði (hærra en1.7 mmol/L)
  • Lágt magn HDL kólesteról í blóði. Lægra en 1.03 mmol/L hjá körlum og lægra en 1.29 mmol/L hjá konum
  • Hár blóðsykur eða sykursýki


© Axel F Sigurdsson 2012