Barbara H Roberts á Íslandi

barbararobertsauthorphoto-1

Þriðjudaginn 18. júní n.k. kl. 20:00 mun bandaríski hjartalæknirinn Barbara H Roberts flytja fyrirlestur á Hótel Hilton Reykjavik Nordica.

Fyrirlesturinn ber heitið: “How To Keep From Breaking Your Heart: What Every Woman Needs to Know About Cardiovascular Disease”.

Barbara H Roberts fæddist í New York  árið 1944. Hún nam hjartalækningar við Yale University, New Haven og Harvard University í Boston. Frá árinu 2002 hefur hún veitt forstöðu sérstakri deild á Miriam Hospital, Rhode Island sem helgar sig forvörnum, greiningu og meðferð hjartasjúkdóma meðal kvenna.

Barbara hefur skrifað tvær bækur um hjarta-og æðasjúkdóma ætlaðar almenningi. Hún er mikil áhugamaður um forvarnir og hefur lagt áherslu á að lykilinn að því að forðast hjarta-og æðasjúkdóma sé að finna í heilbrigðum lifsstíl og réttu mataræði.

Það er Íslendingum mikill fengur að fá Barböru hingað til lands. Fyrirlestur hennar er öllum opinn. Koma hennar er styrkt af GoRed á íslandi, Hjartaheillum, Hjartamiðstöðinni, Heilaheillum, Icelandair og Icelandair Hotels.

Aðgangur er ókeypis.

© Axel F Sigurdsson 2012