Greinar

Hver er leyndardómur Miðjarðarhafsmataræðisins?

10135053 m

Margar rannsóknir hafa sýnt að Miðjarðarhafsmataræðið dregur úr líkum á langvinnum sjúkdómum, ekki síst hjarta-og æðasjúkdómum. En hvert er leyndarmál þessa mataræðis.? Hvaða þættir Miðjarðarhafsmataræðisins eru það sem draga úr hættu á hjartasjúdkómum og auka lífslíkur? Felst leyndardómurinn í ríkulegri neyslu á ólífuolíu, mikilli neyslu sjávarfangs, hlutfallslega lítilli kjötneyslu, mikilli neyslu grænmetis eða hóflegri víndrykkju? Þessu hafa sérfræðingar velt fyrir sér um árabil. Rannsóknir sem kynntar voru á nýlegu þingi sérfræðinga (EoroPRevent) í Róm kunna að hafa varpað einhverju ljósi á leyndardóm Miðjarðarhafsmataræðisins. 

Meginuppsitaða Miðjarðarhafsmataræðisins eru ávextir, grænmeti, heilkorn, brauð, pasta, baunir, fræ, ólífur og ólífuolía. Trefjaneysla er því mikil. Einnig er lögð áhersla á neyslu fisks og sjávarfangs af ýmsu tagi, jógúrts, osta og hóflega eggjanesyslu. Hvað kjöt varðar er aðallega mælt með alífuglakjöti, neysla á rauðu kjöti er lítil og lögð áhersla á að það sé magurt. Hófleg víndrykkja tilheyrir Miðjarðarhafsmataræðinu, ekki meira en eitt vínglas á dag fyrir konur og tvö fyrir karla. 

Á  þinginu í Róm kynntu Francesco Sofi og samstarfsfólk hans við háskólann í Flórens á Ítalíu samantekt á 41 rannsókn á Miðjarðarhafsmataræðinu sem náði til 2.9 milljón manns. Niðurstöðurnar benda til þess að þeir sem halda sig við meginþætti þessa mataræðis geti búist við því að auka lífslíkur sínar um 9%, minnka hættuna á hjarta-og æðasjúkdómum um 11% og minnka hættuna á krabbameinum um 5%.

Rannsóknarhópur Antoniu Trichopoulou við háskólann í Aþenu, í samvinnu við Alþjóða heilbrigðisstofnunina (WHO) notaði sérstakt tölfræðilíkan til að skoða hvaða þættir Miðjarðarhafsmataræðisins skiptu mestu máli í gríska hluta svokallaðrar EPIC rannsóknar. EPIC er alþjóðlegt verkefni sem hefur það markmið að skoða tengsl mataræðis, lífstíls og umhverfisþátta við tíðni krabbameina og annarra langvinna sjúkdóma.

Niðurstaða Trichopoulou var sú að hófleg áfengisneysla útskýri 24% af þeim heilsufarsávinningi sem næst með Miðjarðarhafsmataræðinu. Lítil neysla kjötvöru skýrði 17% ávinningsins, ríkuleg neysla grænmetis 16%, ávaxta-og hnetuneysla 11%, hátt hlutfall einómettaðrar fitusýru (aðallega í formi ólífuolíu) 11% og ríkuleg baunaneysla 10%. 

Ólíklegt er að sérfræðingarnir hafi hér með afhjúpað alla leyndardóma Miðjarðarhafsmataræðsins og ljóst er að ýmsu öðru þarf að huga. Bilið á milli hóflegrar og óhóflegrar áfengisneyslu er oft býsna lítið og margir telja Íslendinga eiga margt ólært í þessu efni. Þá er mikilvægt að hafa í huga aðra menningarlega þætti sem tengjast Miðjarðarhafsmataræðinu. Í Miðjarðarhafslöndunum er andrúmsloftið kringum máltíðir afslappað. Fólk gefur sér góðan tíma til að borða og máltíðirnar eru nýttar til samneytis við fjölskyldu og vini. Þetta styrkir fjölskylduböndin og dregur úr streitu.


Vísindi, fréttamennska og omega-3

10272573 m

Fjölmargar rannsóknir benda til þess að neysla á fjölómettuðum fitusýrum af omega-3 gerð hafi jákvæð áhrif á áhættuþætti hjarta-og æðasjúkdóma. Faralds-fræðilegar rannsóknir hafa  bent til þess að einstaklingar sem neyta ríkluegs magns af omega-3 séu ólíklegri en aðrir til að látast af völdum þessarra sjúkdóma. Slikt fylgnisamband sannar þó ekki að neysla á omega-3 dargi úr hættunni á hjarta-og æðasjúkdómum. Slemibirannsóknir (randomized studies) sem ætlað er að svara þeirri spurningu hafa gefið nokkuð misvísandi niðurstöður. Því eru áhrif omega-3 á tilurð hjarta-og æðasjúkdóma enn ekki fylilega ljós. Rétt er að taka fram að flestar slembirannsóknirnar hafa verið gerðar á einstaklingum með háa áhættu eða greindan hjarta- eða æðasjúkdóm. Erfitt er að færa niðurstöður slíkra rannsókna yfir á hreinar forvarnir hjá heilbrigðum einstaklingum. 


Rannsókn á omega-3 magni í blóði

Áhugavert er að velta fyrir sér hvort mælingar á omega-3 í blóði geti spáð fyrir um hættuna á hjarta-og æðsjúkdómum. Þekkt er að fylgni er á milli LDL-kólesteróls ("vonda kólesterólið") í blóði og hættunnar á hjarta-og æðasjúkdómum. Ýmis önnur lífmerki (biomarkers) hafa verið notuð til að spá fyrir um áhættu og horfur. Gæti verið samband á milli magns omega-3 í blóði og hættunnar á hjartasjúkdómum? 

Í síðustu viku birtu vísindamenn við Harvard háskóla í Boston rannsókn þar sem leitast er við að svara framangreindri spurningu. Rannsökuð var dánartíðni og dánarorsakir  2.692 einstaklinga sem allir voru eldri en 65 ára og fylgt hafði verið eftir um nokkurra ára skeið. Blóðþéttni omega-3 fitusýra var mæld í upphafi rannsóknarinnar. Niðurstöðurnar leiddu í ljós að dauðsföll voru 27 prósent færri meðal þeirra sem höfðu mesta þéttni af omega-3 í blóði, borið saman við þá sem höfðu minnst magn af omega-3 í blóðinu. Skýrðist munurinn aðallega af færri dauðsföllum af völdum hjarta-og æðasjúkdóma. Að meðaltali lifðu þeir sem höfðu mest magn omega-3 í blóðinu tveimur árum lengur en þeir sem höfðu minnst af efninu í blóðinu. Höfundar rannsóknarinnar telja sig ekki geta svarað því hvort hátt magn omega-3 í blóði megi rekja til nýlegrar neyslu á fæðu sem inniheldur omega-3, eða hvort há mæligildi endurspegli neysluvenjur einstaklinganna yfir langan tíma. Þá geta ýmisr aðrir þætiir en neysla fitusýrunnar haft áhrif á þéttni hennar í blóði. Rétt er að taka fram að enginn þessarra einstaklinga tók aukalega omega-3 í formi hylkja eða olíu (supplement). 


Vísindi og fréttamennska

Stærsti netfréttamiðill á íslandi, birti frétt um ofangreinda rannsókn. Fréttin ber heitið "Getur aukið lífslíkur um tvö ár". 

Umfjöllunin er á þennan veg:  
"
Fólk sem er 65 ára eða eldra og borðar fisk gæti aukið lífslíkur sínar um tvö ár umfram þá sem síður neyta omega-3 fitusýra reglulega. Þetta sýna nýlegar kannanir í Bandaríkjunum í dag.
Fólk sem snæðir reglulega omega-3 fitusýrur dregur úr áhættunni á ótímabæru andláti um 27% og um líkur á hjartasjúkdómum um 35%. Rannsóknin var framkvæmd af vísindamönnum í Harvard-háskóla.
Á meðan fyrri rannsóknir hafa sýnt að neysla á omega-3 fitusýrum dragi úr áhættu á hjartasjúkdómum þá sýndi þessi rannsókn að þetta ekki ekki síður við hjá eldra fólki sem reglulega borðar fiskmeti. Rannsóknin náði til gagna 16 ár aftur í tímann og skoðaðir voru 2.700 Bandaríkjamenn 65 ára og eldri. AFP-fréttastofan greinir frá.

Þessu umfjöllun netfréttamiðilsins birtist svo á facebook-síðu Lýsis ehf Lýsi - heilsunnar vegna, undir fyrirsögninni Lýsi inniheldur mikið magn af Omega-3 fitusýrum. Enda lifa Íslendingar lengur en aðrir.

Í ljósi ofangreindrar umfjöllunar netfjölmiðilsins er rétt að benda á eftirfarandi staðreyndir:

  • Rannsóknin fjallaði um forspárgildi mælinga á blóðþéttni omega-3.
  • Rannsóknin sýndi ekki fram á að fiskneysla auki lífslíkur
  • Ekki var um að ræða rannsókn á fiskneyslu.
  • Rannsóknin kannaði ekki hvort fólk snæddi omega-3 fitusýrur reglulega. 
  • Rannsóknin kannaði ekki hvort neysla á omega-3 fitusýrum lengi líf eða dragi úr hættu á hjartasjúkdómum. 

Því miður er umfjöllun fréttamiðla hér á landi um heilbrigðisvísindi stundum ónákvæm og villandi eins og ofangreint dæmi sýnir. Ef slíkar aðferðir eru notaðar við að koma þekkingu á framfæri við almenning er ekki von á góðu. Við hljótum að ætlast til þess að virtir fjölmiðlar fjalli um þessi efni á vandaðan og ábyrgan hátt. 


Hefur DHA áhrif á minnið?

10259095 m

Docosahexaenioc acid (DHA) er omega-3 fitusýra. Þetta efni er mikilvægt fyir heilann og miðtaugakerfið. DHA má finna í ríkulegu magni í silungi, laxi, ýmsu sjávarfangi og mörgum fiskiolíum. Líkaminn getur einnig framleitt DHA úr alfa-linolenic sýru sem er að finna víða í jurta-og dýraríkinu. Rannsóknir hafa bent til þess að DHA geti bætt minni og námshæfileika tilraunadýra, en áhrifin á mannfólkið hafa verið umdeildari. Ein stór rannsókn sýndi engin jákvæð áhrif af DHA á minnisskerðingu og önnur einkenni heilabilunar meðal einstaklinga með Alzheimer sjúkdóm. Svokölluð MIDAS rannsókn sem birt var 2010 benti hins vegar til þess að DHA gæti bætt minni fullorðinna einstaklinga sem höfðu væga aldurstengda minnisskerðingu en engin einkenni heilabilunar. Mun minna hefur til þessa verið vitað um hvort DHA geti haft áhrif á minni yngra fólks.

Nýlega voru niðurstöður þekktrar nýsjálenskrar rannsóknar á áhrifum DHA á minni heilbrigðra ungra einstaklinga birtar í tímaritinu American Journal of Clinical Nutrition. Alls voru rannsakaðir 176 einstaklingar á aldrinum 18-45 ára sem neyttu tiltölulega lítils magns DHA í fæðu. Helmingi þeirra var gefið 1.16 grömm af DHA á dag en hinum helmingnum var gefin lyfleysa (placebo). Rannsóknin var tvíblind, hvorki rannsakendur né þátttakendur vissu hvort þeir fengu DHA eða lyfleysu. Meðferðin stóð í sex mánuði. Sérstök próf voru notuð til að mæla minni einstaklinganna, athygli, viðbragðstíma og hraða hugsanaferlis. Rannsóknin leiddi í ljós að þeir einstaklingar sem fengu DHA bættu frammistöðu sína í flestum minnisprófum marktækt meira en þeir sem fengu lyfleysu. Átti þetta bæði við um karla og konur.

Fyrsti höfundur rannsóknarinnar, Welma Stonehouse hefur bent á að þetta sé fyrsta rannsóknin sem sýni fram á að DHA geti bætt minni hrausts ungs fólks. Hún bendir á að DHA sé ein mikilvægasta fitusýran í miðtaugakerfinu. Þeir þættir minnis sem bötnuðu við inntöku DHA geta haft jákvæð áhrif á getu fólks við ýmsar athafnir daglegs líf svo sem vinnu, akstur, innkaup, nám og íþróttaiðkun. Stonehouse hvetur því fólk til að borða fisk og sjávarfang í ríkum mæli. 

© Axel F Sigurdsson 2012