Greinar

Hvað er blóðfita og hvers vegna skiptir hún máli?

8509671 m

Hvers vegna skiptir blóðfitan þín máli? Margar rannsóknir benda til þess að magn fitu í blóðinu tengist hættunni á að fá hjarta-og æðasjúkdóma. Sérstaklega hefur kólesterólið verið talið skaðvaldur í þessu samhengi. Þetta kann að virðast undarlegt því kólesteról er líkamanum nauðsynlegt og við getum ekki lifað án þess. Enn vantar því nokkuð upp á þekkingu okkar og skilning á hlutverki kólesteróls í tilurð hjarta-og æðasjúkdóma. Hins vegar er mikilvægt fyrir þig að vita blóðfitugildi þín, hvort þau eru ásættanleg eða hvort þú þarft að grípa til sérstakra ráðstafana til að draga úr hættunni á hjarta- og æðaáföllum.

Fylgni milli hjarta-og æðasjúkdóma og hárrar blóðfitu þarf ekki að þýða að fitan sé orsakaþáttur. Margir sérfræðingar hafa reyndar nýverið dregið í efa að svo sé. Hins vegar er vitað að blóðfitulækkandi lyf bæta horfur sjúklinga með hjarta-og æðasjúkdóma. Þetta gæti bent til þess að kólesterólið sjálft sé orsakaþáttur í sjúkdómsferlinu. Hins vegar hafa blóðfitulækkandi lyf ýmis önnur áhrif sem gætu dregið úr framgangi hjarta-og æðasjúkdóma, m.a. bólgueyðandi áhrif. Nýlegar rannsóknir benda til þess að bólga gegni mikilvægu hlutveri í tilurð þessarra sjúkdóma. 

Viðmiðunargildi fyrir blóðfitur

Eftirtalin viðmiðunargildi eru fyrir heilbrigða einstaklinga sem ekki hafa greinst með hjarta-eða æðasjúkdóm:

  • Heildarkólesteról á ekki að vera hærra en 5.0 mmol/L
  • LDL - kólesteról á ekki að vera hærra en 3.0 mmol/L
  • HDL - kólesteról á ekki að vera lægra en 1.55 mmol/L
  • Þrígýseríðar eiga ekki að vera hærri en 1.7 mmol/L

Fyrir einstaklinga sem hafa greinst með hjarta-eða æðasjúkdóm gilda eftirtalin viðmiðunargildi:

  • Heildarkólesteról á ekki að vera hærra en 4.0 mmol/L
  • LDL - kólesteról á ekki að vera hærrra en 2.0 mmol/L

Hvað er kólesteról?  Kólesteról er efni sem er líkamanum nauðsynlegt. Við þurfum kólesteról í frumuhimnur og það gegnir t.d. sérstaklega mikilvægu hlutverki fyrir taugafrumur. Líkaminn þarf kólesteról við framleiðslu ýmissa hormóna eins og t.d.  testosterons og estrogens. Þrátt fyrir þetta hafa faraldsfræðilegar rannsóknir sýnt að hátt kólesteról er áhættuþáttur fyrir hjarta-og æðasjúkdómum. Því hærra sem kólesterólið er, því meiri hætta er á kransæðastíflu og heilablóðfalli. Hins vegar ber að hafa í huga að margir sem fá kransæðastíflu eru ekki með hátt kólesteról. Það er því enn margt óljóst um samband blóðfitu og hjarta-og æðasjúkdóma. 

Lifrin framleiðir mest af því kólesteróli sem líkaminn þarf. Það er einstaklingsbundið hversu mikil þessi framleiðsla er. Hátt kólesteról í blóði er oft arfgengt. Yfirleitt er ekki mikið af kólesteróli í fæðu. Kólesterólið í blóðinu ræðst því yfirleitt ekki af því hvort þú borðar mikið kólesteról. Þrátt fyrir það getur mataræði haft áhrif á blóðfiutna þína. Talið er að neysla á mettaðri/harðri fitu sé líkleg til þess að hækka kólesteról. Því er æskilegt, ef þú vilt lækka kólesterólið, að neyta frekar fjölómettaðra fitusýra eða mjúkrar fitu í stað harðrar fitu.

Eru til margar gerðir af kólesteróli? Þegar blóðfitan þín er rannsökuð eru eftirtaldar mælingar oftast gerðar:

  • Heildarkólesteról.
  • LDL - kólesteról. Þetta efni er stundum kallað "vonda kólesterólið". Það er vegna þess að fylgni er á milli hás LDL kólesteróls og hættunnar á hjartaáföllum, heilablóðfalli og fleiri sjúkdómum.
  • HDL-kólesteról. Þetta efni er stundum kallað "góða kólesterólið" vegna þess að öfug fylgni er á milli HDL - kólesteróls og harta-og æðasjúkdóma. Þetta þýðir að því hærra sem HDL-kólesteról er, því minni er hættan á hjarta - og æðsjúkdómum. 
  • Þríglýseriðar. Þessi fita er annars eðlis en kólesteról. Hátt magn þríglýseríða í blóði er talið auka líkurnar á hjarta-og æðasjúkdómum.

Hvaða blóðfitugildi eru æskileg? Eftirtalin viðmiðunargildi eru fyrir heilbrigða einstaklinga sem ekki hafa greinst með hjarta-eða æðasjúkdóm (viðmiðin eru fengin frá National Institute for Health and Clinical Excellence (NICE) and Department of Health cholesterol guidelines)

  • Heildarkólesteról á ekki að vera hærra en 5.0 mmol/L
  • LDL - kólesteról á ekki að vera hærra en 3.0 mmol/L
  • HDL - kólesteról á ekki að vera lægra en 1.55 mmol/L
  • Þríglýseríðar eiga ekki að vera hærri en 1.7 mmol/L

Fyrir einstaklinga sem hafa greinst með hjarta-eða æðasjúkdóm gilda eftirtalin viðmiðunargildi fyrir heildarkólesteról og LDL- kólesteról (viðmiðin eru fengin frá European Society of Cardiology (ESC))

  • Heildarkólesteról á ekki að vera hærra en 4.0 mmol/L
  • LDL - kólesteról á ekki að vera hærra en 2.0 mmol/L

Hvað geturðu gert til þess að lækka blóðfituna?  Hátt kólesteról eitt og sér þarf ekki alltaf að vera áhyggjuefni. Það er aðeins einn af mörgum öðrum áhættuþáttum. Dæmi um aðra áhættuþætti sem auka hættuna á hjarta-og æðasjúkdómum eru:

  • Reykingar
  • Háþrýstingur
  • Karlkyn
  • Aldur
  • Ættarsaga (foreldri eða systkin með hjarta- eða æðasjúkdóm fyrir 55 ára aldur)
  • Sykursýki
  • Offita
  • Hreyfingarelysi
  • Mikil streita
  • Mikil áfengisneysla

Ef heildaráhætta þín er mikil, t.d. ef margir áhættuþættir eru til staðar, getur há blóðfita verið áhyggjuefni fyrir þig. Há blóðfita hefur mun minni þýðingu ef aðrir áhættuþættir eru ekki til staðar, þ.e. ef heildaráhætta þín er lítil.

Hvenær er rétt að taka lyf til að lækka blóðfitur? Aðstæður eru mismunandi og því er best að ræða þetta við lækni. Rannsóknir benda til þess að þeir sem hafa greinst með hjarta-eða æðasjúkdóm hafi verulegt gagn af meðferð með blóðfitulækkandi lyfijum (svokölluðum statinlyfjum). Blóðfitulækkandi lyf bæta horfur þessarra sjúklinga og minnka hættuna á nýjum hjarta- og æðaáföllum. Mun óljósara er hvenær á að nota blóðfitulækkandi lyf hjá heilbrigðum einstaklingum sem ekki hafa sögu um hjarta-eða æðasjúkdóm.

Mælt er með blóðfitulækkandi lyfjum í eftirtöldum tilvikum:

  • Saga um hjarta-eða æðasjúkdóm (t.d. kransæðaþrængsli, kransæðastíflu eða heilablóðfall)
  • Sykursýki
  • Sjúkdómur í slagæðum til útlima eða heilaæða.

Hvernig er hægt að lækka blóðfituna án lyfja? Ýmsar leiðir eru til. Þú getur fundið sérstaka umfjöllun um þetta annars staðar á vefsíðunni fljótlega. Helstu leiðir sem mælt er með eru:

  • Minnkuð neysla á mettaðri fitu - dýrafitu, smjöri, feitum mjólkurvörum, ostum, brösuðum mat. 
  • Gagnlegt er að létta sig ef maður er of þungur. Undir þessum kringumstæðum getur verið hjálplegt að minnka kolvetnaneysu.
  • Aukin hreyfing


Meginheimild: http://www.uptodate.com

Sagan af Vilhjálmi og mörnum

Vilhjálmur Stefánsson er einn mesti vísinda-og fræðimaður sem Ísland hefur alið. Umfangsmiklar rannsóknir hans og rit um mannfræði njóta enn í dag mikillar virðingar meðal sérfræðinga um allan heim. Færri vita sennilega að Vilhjálmur hafði mikinn áhuga á mataræði og skipulagði sjálfur og tók þátt í mikilvægum vísindarannsóknum sem snertu grunnhugmyndir næringar-fræðinnar. 

Vilhjálmur var fæddur í Íslendingabyggðum í Gimili í Manitobafylki í Kanada árið 1879. Foreldrar hans höfðu flust vestur um haf tveimur árum áður. Þegar Vilhjálmur var 11 ára gamall fluttist fjölskyldan til Norður Dakóta í Bandaríkjunum. Vilhjálmur stundaði fyrst framhaldsnám í Iowa en nam svo mannfræði við Harvard háskóla í Boston og útskrifaðist þaðan 27 ára gamall. Árin 1904 - 1905 dvaldist hann á Íslandi þar sem hann rannsakaði samband heilsufars og mataræðis. Árið 1906 bauðst honum staða aðstoðarprófessors við Harvard háskóla sem hann afþakkaði, enda lítið fyrir borgarlífið og hugurinn fullur af forvitni og ævintýraþrá. Í staðinn gekk hann í lið með öðrum vísindamönnum, Dananum Ejnar Mikkelsen og Bandaríkjamannnum Ernest de Kowen Leffingwell, og ferðaðist með þeim til Norður-heimskautsins, nánar tiltekið landsvæðis rétt norðan vð Alaska. 


Á slóðum Inúíta. 

Vilhjálmur heillaðist af menningu og lifnaðarháttum Inúíta á Norður-heimskautinu. Hann dvaldi aleinn með þeim vetrarlangt og rannsakaði veiðiaðferðir þeirra, mataræði og aðferðir þeirra til að komast af. Hann sneri svo til New York árið 1907 þar sem honum tókst að afla styrks frá American Museum of Natural History til nýs leiðangurs. Árið 1908 lagði hann af stað í sinn annan leiðangur til Norðurskautsins, nú ásamt gömlum skólabróður sínum frá Iowa, Rudolph Anderson. Í þessum leiðangri uppgötvaði hann flokk Inúíta sem ekki var þekktur áður og hlaut nafnið Koparinuítar vegna verkfæra sem þeir notuðu og gerð voru úr kopar. Vilhjálmur dvaldist með þessum hópi stærstan hluta leiðangursins sem stóð í fjögur ár. 

Þriðja leiðangur sinn til Norðurskautlandsins hélt Vilhjálmur í árið 1913 og stóð sá í fimm ár, til 1918. Vilhjálmur ritaði síðar: "Árið 1906, þegar ég fór ég til Norðurskautlandsins hafði ég sömu hugmyndir og flestir Bandaríkjamenn um hvað  væri rétt og hollt mataræði. Árið 1918, eftir 11 ár meðal Eskimóa hafði ég lært hluti sem gerbreyttu þessum skoðunum mínum". Á þessum tíma voru flestir sérfræðingar þeirrar skoðunar, eins og reyndar margir eru enn í dag, að mikil kjötneysla byði heim hættunni á æðahrörnun, háum blóðþrýstingi og nýrnabilun. Því minna kjöt sem þú borðaðir, því betri væri heilsa þín. 

Rannsóknir Vilhjálms á mataræði

Með rannsóknum sínum dró Vilhjálmur Stefánsson fram í dagsljósið tvær mikilvægar staðreyndar næringarfræðinnar sem tengjast tveimur af aðal-orkugjöfum okkar, fitu og kolvetnum.

  • Fita er lífsnauðsynleg. Það er skaðlegt fyrir heilsuna og beinlínis hættulegt að neyta engrar fitu.
  • Það er hægt að lifa án kolvetna, meira að sega ágætu lífi, án  þess að heilsan bíði tjón af.

Vilhjálmur komst fljótt að því að Inúítar borðuðu aðallega kjöt, fisk og mikla fitu enda lifa þeir aðallega á fiskveiðum og veiðum á land- og sjávardýrum. Það kom honum því nokkuð á óvart hversu fílhraustir Inúítarnir voru, hár blóðþrýstingur, kransæðasjúkdómar og heilablóðföll voru nánast óþekkt vandamál meðal þeirra. Konurnar áttu sjaldan í vandræðum með brjóstagjöf, vandamál í meðgöngu voru sjaldgæf, fæðingar gengu yfirleitt vandraæðalaust og börnin döfnuðu vel. Vilhjámur lýsir í skrifum sínum að sumar Inúítakonur hafi verið orðnar ömmur 23 ára gamlar. Hann tók eftir að krabbamein voru sjaldgæf meðal Inúítanna. 

Vilhjálmur lifði með Inúítunum og tileinkaði sér lifnaðarhætti þeirra. Honum hafði aldrei fundist fiskur góður, hafði sneitt hjá honum við öll tækifæri, nú borðaði hann fisk í flest mál. Hann borðaði hráan fisk, soðinn fisk og bakaðan fisk. Hann át hausinn og sporðinn, reyndar töldu Eskimóarnir þetta bestu bitana. Hann lærði að borða rotinn fisk sem Inúítunum þótti vera sælgæti. Vilhjálmur líkti bragðinu við fyrsta skiptið sem hann hafði smakkað Camembert ost. Í fimm ár lifði hann á mataræði sem samanstóð af eggjahvítu, fitu og vatni, kolvetnaneysla var engin. Samkvæmt næringarfræðikenningum þessa tíma átti hann ekki að koma lifandi til baka. Vilhjálmur lifði hins vegar góðu lífi, hann þyngdist ekki og sagði reyndar sjálfur að hann hefði aldrei séð feitan Eskimóa.

Þegar Viljálmur snéri heim úr síðasta leiðangrinum lék honum forvitni á að vita hvort þetta undarlega mataræði hefði skaðað heilsu hans án þess að hann hefði gert sér grein fyrir því. Margir kollegar hans voru þeirrar skoðunar að svo hlyti að vera. Kallaður var saman hópur sérfræðinga til að skoða málið. Vilhjálmur gekkst í kjölfarið undir ítarlegar læknisrannsóknir. Niðurstöðurnar voru birtar í The Journal of the American Medical Association 3. júní árið 1926. Greinin bar heitið "The Effects of an Exclusive Long-Continued Meat Diet". Niðurstaðan var sú að engin merki fyndust um að mataræðið sem Vilhjálmur hafði lifað á í fimm ár hefði reynst honum skaðlegt.

Vísindarannsókn á mataræði. 

Nokkrum árum síðar, árið 1928 gaf Vilhjálmur kost á sér sem "tilraunadýr" í athyglisverðri og vægast sagt djarfri rannsókn á mataræði, ásamt starfsbróður sínum Karsten Anderson, sem var ungur Dani sem Vilhjállmur hafði kynnst í síðasta leiðangri sínum. Þótt Vilhjálmur hefði lifað á áðurnefndu mataræði um fimm ára skeið hafði ekki verið staðfest við vísindalegar aðstæður að slíkt væri mögulegt. Vilhjálmur og Karsten féllust á að dveljast alfarið á Næringarfræðideild Bellevue sjúkrahússins í New York, undir ströngu eftirliti, og nærast á mataræði sem samanstæði af kjöti, í eitt ár. Fyrir rannsókninni fór Dr. Eugene Bois frá University of Chicago. Vísindalegar spurningar sem ætlunin var að svara voru meðal annarra; myndu þeir fá skyrbjúg?; myndu þeir sýna merki um næringarskort?; hver yrðu áhrifin á æðakerfið?; hver yrðu áhrifin á kalkmagn í blóði?; hver yrðu áhrifin á nýrun? hvað myndi gerast með líkamsþyngdina? Að baki rannsókninni stóðu margir af virtustu sérfræðingum á sviði næringarfræði á þessum tíma. 

Framkvæmd tilraunarinnar var á þann veg að fyrstu þrjár vikurnar fengu Vilhjálmur og Karsten nokkuð hefðbundið mataræði fyrir þennan tíma; m.a., ávexti, korn, beikon, egg og grænmeti. Að þremur vikum liðnum fóru þeir á mataræði sem samanstóð alfarið af ýmsu kjötmeti. Þegar Vilhjálmur dvaldist meðal Ínúítanna taldi hann sig einu sinni hafa orðið hundveikan þegar hann lifði eingöngu á mögru kjöti. Vísindamennirnir vildu sannreyna þetta. Karsten fékk að borða allt kjötmeti, feitt og magurt, steikur, kótilettur, beikon, soðin rif, heila steikta í beikonfitu, kjúkling, fisk og lifur. Vilhjálmur fékk hins vegar einungis að borða magurt kjöt. Eftir tvær til þrjár vikur upplifði hann nákvæmlega sömu einkenni og hann hafði lýst þegar hann lifði meðal Inúítanna, niðurgangur, vanlíðan og magnleysi. Honum voru þá gefnar feitar steikur og hresstist hann á tvemur til þremur dögum. Niðurstaðan var sú að ef þú ætlar eingöngu að lifa á kjöti verðurðu að borða fitu, annars er voðinn vís. Vilhjálmur sagði: " If yours is a meat diet, then you simply must have fat with your lean, otherwise you would sicken and die".

Vilhjálmur og Karsten fengu að fara út að hreyfa sig daglega en gerðu það undir ströngu eftirliti. Nákvæmar mælingar voru gerðar á ástandi þeirra og lífsmörkum. í ljós kom að þeir bættu þrek sitt og þol á þesu mataræði með því að stunda jafnframt líkamshreyfingu. Með ótrúlegum vísindalegum aga tókst að halda þessum tveimur félögum við þennan lífsstíl í eitt ár. Niðurstöður rannsóknarinnar voru birtar árið 1930 í American Journal of Biological Chemistry, greinin bar heitið "Prolonged Meat Diets with Study of Kidney Function and Ketosis". DeBois of félagar skrifuðu meðal annars: "Vilhjálmur Stefánsson, sem var um fimm kílóum yfir kjörþyngd í upphafi rannsóknarinnar, léttist um þessi kíló á nokkrum vikum á mataræði sem samanstóð eingöngu af kjötmeti. Hann neytti á bilinu 2.000 - 3.100 hitaeininga daglega. Kólesteról í blóði hans lækkaði um 51 milligram meðan á rannsókninni stóð. Hann neytti þessa mataræðis í eitt ár án þess að hljóta skaða af" 

Vilhjálmur ritaði sjálfur um reynslu sína af þessarri ótrúlegu vísindalegu tilraun og dvöl sinni meðal Inúítanna í þremur greinum sem báru heitið "Adventures in Diet" og voru birtar í Harper´s Monthly Magazine. Ályktanir hans hafa af mörgum þótt hófsamar, hann sagði: "Þú getur sem sagt lifað á kjöti ef þú vilt, en það er í sjálfu sér engin sérstök ástæða til að gera það. Svo virðist sem þú getir lifað á kjöti án grænmetis, á grænmeti án kjöts og á hvoru tveggja saman". Þessi greinaskrif Vilhjálms eru mjög áhugaverð og skemmtileg lesning, þú getur nálgast þau hér ef þú hefur áhuga á að sökkva þér nánar í þessi fræði.


Mataræðið síðustu æviárin 

Vilhjálmur kvæntist Evelyn Schwartz Baird árið 1941. Þau fluttust saman til Vermont og síðar til Hannover í New Hampshire. Nokkrum árum síðar mun hann hafa fengið vægt heilablóðfall. Hann gætti ekki að mataræði sínu, var orðinn of þungur og, að sögn eiginkonunnar, á köflum geðstirður. Einn daginn spurði hann Evelyn hvort henni væri sama ef hann færi aftur á Inúítamataræðið sem hafði reynst honum vel á sínum tíma. Hún féllst á það þótt hún segi svo sjálf frá að hún hafi ekki verið spennt fyrir því að vera með tvo matseðla í gangi á heimilinu.

Evelyn innleiddi Inúítamataræðið á heimili þeirra hjóna. Hún lýsir þessu ágætlega sjálf í skrifum sínum: 

"Þegar þú borðar eins og Eskimói þarftu að lifa á mögru og feitu kjöti. Dæmigerður kvöldverður hjá okkur hjónum er Sirloin steik og kaffi. Ef steikin er feit drekkum við svart kaffi en ef steikin er mögur setjum við rjóma í kaffið. Stundum fáum við okkur vín. Við borðum ekki brauð, ekki grænmeti, enga sterkju og enga eftirrétti. Stundum skiptum við með okkur einum greipávexti. Við borðum egg í morgunmat, Vilhjálmur fær tvö og ég eitt. 

Þegar Vilhjálmur hafði verið á þessu mataræði í nokkrar vikur fór honum að líða betur. Hann léttist jafnt og þétt, þótt hann borðaði sig alltaf mettan. Alls léttist hann um átta kíló. Hann varð léttari í lund, sáttari við lífið og bjartsýnni. Liðverkir sem höfðu hrjáð hann árum saman hurfu næstum alveg. Niðurstaða mín er sú að steinaldarmæði Inúítanna dugar okkur vel. Maður getur borðað eins og maður vill, þú upplifir ekki að þú sért á einhverju megrunarfæði. Best af öllu er að skapið verður betra, einhvern veginn eykst bjartsýni og maður upplifir vellíðan".

Saga Vilhjálms Stefánnsonar, reynsla hans af mataræði Inúíta og djarfar rannsóknir hans og félaga hans hafa kennt okkur ýmislegt. Hægt er að lifa á kolvetnasnauðu fæði sem eingöngu byggist á ýmiss konar kjötmeti og fiski. Það er þó að mörgu að huga. Slíkt kjötmeti og fiskmeti þarf að vera mjög fjölbreytt til að tryggja að ekki verði skortur á næringarefnum eins og steinefnum og vítamínum. Vilhjálmur og félagar höfðu mestar áhyggjur af því að mataræði þeirra myndi valda kalkskorti í líkamanum og skyrbjúg vegna C-vítamínskorts. Hvorugt reyndist raunin. Mest af C-vítamíni fáum við úr ávöxtum og grænmeti. Vilhjálmur taldi að C-vítamínþörf líkamans væri það lítil að ef þú gættir þess að borða ferskt kjöt og elda það ekki of mikið myndirðu fá nægjanlegt C-vítamín.

Vilhjálmur Stefánsson lést 26 ágúst árið 1962 í Hannover í New Hampshire. Hans er minnst sem landkönnuðar og vísindamanns og njóta verk hans enn í dag mikillar virðingar. Hann var síðastur landkönnuða til að finna áður óþekkt land á Norðurskautinu. Hann uppgötvaði og lýsti af virðingu fegurð menningar Inúíta. 

Meginheimildir:
The Arctic. The Legacy of Vilhjalmur Stefansson - By Gisli Palsson
Vilhjalmur Stefansson
- Arctic Explorer by By Edric Lescouflair, Harvard College '03
Adventures in Diet 1-3. Vilhjalmur Stefansson. Harper´s Monthly Magazine 1935
Bowden J. Living Low Carb. Sterling Publishing Company 2010.


Fá konur verri meðferð við hjartaáfalli en karlar?

3723779 m

Konur eru ólíklegri en karlar á sama aldri til þess að upplifa brjóstverk sem upphafseinkenni hjartaáfalls. Þetta kann að leiða til þess að töf verður á greiningu. Horfur kvenna sem fá hjartaáfall eru almennt verri en karla á sama aldri. Þetta eru niðurstöður rannsóknar sem skoðaði meira en milljón innlagnir vegna hjartaáfalls á spítala í Bandaríkjunum á árabilinu 1994 - 2006. Rannsóknarniðurstöðrnar voru birtar í dag í JAMA (Journal of the American Medical Association) og má nálgast hér.

Um 42% kvennanna lýstu ekki brjóstverk við komu. Færri karlar gáfu ekki sögu um brjóstverk, eða 31%. Þessi munur á einkennum karla og kvenna var mest áberandi í yngri aldurshópunum. Um 15% kvenna með hjartaáfall létust í sjúkrahúslegunni en um 10% karlanna. Rannsakendurnir benda á að erfiðara sé að greina hjartaáfall ef sjúklingurinn er ekki með brjóstverk og því sé líklegra að töf verði á greiningu hjá konum en körlum. Slík töf getur leitt til þess að konur fá viðeigandi meðferð að jafnaði síðar en karlarnir sem getur haft veruleg áhrif á batahorfur. Dæmi um einkenni sem konur sem ekki upplifa brjóstverk fá eru mæði, magnleysi, ógleði, uppköst, verkir í kjálka og á millii herðablaða.  

Þeir einstaklingar sem ekki upplifðu brjóstverk, bæði konur og karlar, komu að meðatali tveimur tímum síðar eftir að einkenni byrjuðu inn á bráðamóttöku en þeir sem fengu brjóstverk. Almennt var hjartalínurit á bráðamóttöku tekið síðar ef einstaklingurinn var ekki með brjóstverk en ef hann var með verk.

Í yngri aldurshópunum fengu karlarnir viðeigandi meðferð til að losa kransæðastífluna að jafnaði fyrr eftir komu á bráðamóttöku en konurnar. Líklegt er að þessi meðferðartöf hafi almennt leitt til stærra hjartavöðvadreps meðal kvennanna en karlanna og skýri hvers vegna þeim farnaðist ver.

Cam Patterson, yfirmaður hjartalækninga á University of North Carolina - Chapel Hill segir: "Okkur hefur mistekist að upplýsa konur um hjartasjúkdóma. Þegar ég spyr konuna mína hvað hún sé hræddust við svarar hún brjóstakrabbamein. Samt eru sex sinnum meiri líkur á að hún deyi úr hjartasjúkdómi. Við eigum mikið verk fyrir höndum að upplýsa um konur og hjartasjúkdóma."

Go Red eru alþjóðleg samtök sem hafa það að markmiði að vekja athygli á hjartasjúkdómum meðal kvenna. Í tilefni Go Red dagsins 19. febrúar s.l. var myndbandið hér að neðan gefið út. 



"Viltu sitja við glugga eða gang?"

11537629 m

Það getur skipt máli fyrir heilsu þína hvar þú situr þegar þú ferð í flug.  Rannsóknir benda til að það sé verra fyrir heisuna að sitja í gluggasæti en við gang. Þetta hefur ekkert með gluggann sjálfan að gera, geimgeislun eða hitastig sem kannski væri það fyrsta sem maður gæti látið sér detta í hug.

Þekkt er að á löngu flugi geta myndast blóðtappar í djúpum bláæðum ganglima, fyrirbæri sem kallað hefur verið DVT (deep vein thrombosis). Lengi vel var talið að meiri hætta væri á þessu ef ferðast er í venjulegu farrými og fékk DVT því viðurnefnið "economy class syndrome". Slíkir blóðtappar eru ekki hættulausr enda geta þeir rekið til lungna og setið fastir í slagæðum þeirra (blóðtappi í lunga).

Ýmsir áhættuþættir fyrir blóðtappa í djúpri bláæð hafa verið skilgreindir. Sennilega er löng kyrrseta stærsti áhættuþátturinn. Ef þú situr í gluggasæti er ólíklegra að þú hreyfir þig í flugi en ef þú situr við gang eða í miðsæti. Sitjir þú við gang geturðu skroppið á salernið og staðið upp þegar þér sýnist, án þess að ónáða nokkurn mann. Ef þú aftur á móti situr við gluggann ertu til vandræða í hvert sinn sem þú þarft að standa á fætur. Þú veigrar þér við að hreyfa þig því það getur truflað sessunauta þína sem kannski eru sofandi eða í miðri máltið.

Í glænýjum klíniskum leiðbeiningum um varnir gegn blóðsegum, frá American College of Chest Physicians (ACCP), kemur fram að það er áhættuþáttur fyrir bóðtappa að sitja í gluggasæti í flugi. DVT hefur ekkert að gera með hvort þú ert á fyrsta farrými eða hvað þú hefur mikið pláss í sætinu þínu. Leiðbeiningar þessar eru birtar í nýjasta hefti tímaritsins Chest og þú getur skoðað þær hér.

Prófessor Gordon H Guyatt frá Hamilton, Ontario í Kanada sem fór fyrir hópnum sem samdi leiðbeiningarnar bendir á að ef þú ert heilbrigður einstakingur sé hættan á DVT mjög lítil, jafnvel á löngu flugi, minni en 1/1.000. Leiðbeiningarnar beinast fyrst og fremst að þeim sem eru í áhættu en það eru einstaklingar sem hafa fengið blóðtappa áður, hafa brenglun í storkukerfi eða eru hreyfihamlaðir fyrir. Aðrir sem eru í áhættuhóp eru eldri einstaklingar, ófrískar konur, konur sem taka estrogen hormón, t.d. p-pilluna og einstaklingar sem nýlega hafa gengist undir skurðaðgerð.

Guyatt leggur áherslu á að ef þú ert í flugi sem er lengra en sex tímar sé ráðlegt að standa upp reglulega og hreyfa sig. Einnig getur verið gagnlegt að spenna kálfavöðvana þótt þú sitjir í sætinu þínu. Ef þú ert í áhættuhóp getur hjálpað að nota teygjusokka, svokallaða flugsokka sem hægt er að fá víða. Ekki hefur verið sýnt fram á að aspirín eða magnyl komi í veg fyrir blóðtappamyndun í flugi.

Ef þú ert í löngu flugi skaltu standa upp á 1-2 tíma fresti og ganga um. Hikaðu ekki við þetta, jafnvel þótt þú sitjir í gluggasæti og þurfir að vekja farþegana við hliðina á þér. Þeim kemur að vísu ekki til með að finnast þú ánægjulegur ferðafélagi en það gleymist. Það er ekki ráðlegt að taka svefntöflu og liggja í hnipri allt flugið.

Kolvetni og þjálfun

20/Feb/2012.

"It used to be standard practice that the pre-match meal consisted of egg, steak and chicken. But I talked them into changing to complex carbohydrates. So now they will sup on porridge, pasta or rice." 

- Craig Johnston, Liverpool Football Club, 1989

10473230 m

Það er í tísku í dag að finna kolvetnum allt til foráttu. Fylgismenn lágkolvetnakenninganna keppast við að kenna þeim um margt það sem miður fer í mannslíkamanum. Kannski er það vegna þess að öfgakenndar skoðanir og yfirlýsingar eru líklegri til að ná til fólks en hófsöm, skynsamleg, fræðileg umfjöllun. Þótt kolvetnaneysla sé oft á tíðum óhófleg, og geti stuðlað að offitu og öðrum vandamálum, er ekki þar með sagt að það séu kolvetnin sjálf sem séu slæm. Það sem hins vegar er slæmt er hvernig þau eru framreidd og í hvaða búning þau eru klædd til þess að freista neytandans. Sælgæti, saltaðar kartöfluflögur og snakk af ýmsu tagi blasir við okkur alls staðar, jafnvel þótt við ætlum bara að setja bensín á bílinn eða kaupa vítamín í apótekinu. Óhófleg neysla óhollra kolvetna getur vissulega verið vandamál og ég er sammála því að lágkolvetnafæði geti oft verið mjög gagnlegt fyrir einstaklinga sem eru of þungir. Það er líka varasamt að setja öll kolvetni undir sama hatt því augljólslega eru þau misholl.  Fáir myndu halda því fram að bananar og gulrætur væru óhollur matur þótt í þeim megi finna talsvert af kolvetnum. Það má ekki gleymast að kolvetni eru gríðarlega mikilvægur orkugjafi fyrir manninn. Í sumum löndum fást meira en 80% daglegra hitaeininga úr kolvetnum.

Kolvetni eru lykilorkugjafi fyrir íþróttamenn og á þetta sérstaklega við um þá sem stunda þolíþróttir. Sérfræðingar mæla yfirleitt með ríkulegri kolvetnaneyslu samfara þjálfun. Mikil kolvetnaneysla stækkar orkuforða líkamans og eykur þol. Við ástundun íþrótta sem reyna á úthald (endurance) er mælt með því að 60% daglegra hitaeininga séu í formi kolvetna. Þetta gildir einnig fyrir íþróttir sem reyna mikið á snerpu eins og knattspyrnu, handbolta og körfubolta. Mikil kolvetnaneysla er einnig talin geta dregið úr andlegri þreytu (mental fatigue) tengdri íþróttaiðkun. Auk þess að vera orkugjafi inniheldur kolvetnarík fæða, eins og heilkorn, baunir, ávextir og grænmeti, oft mikið af nauðsynlegum vítamínum og trefjum.

Ef þú ert íþróttamaður/kona eða stundar reglulega líkamsrækt er mjög mikilvægt að þú sjáir frumum líkamans fyrir nægjanælegri orku. Þetta tryggir vellíðan og bætir árangur. Að borða rétta fæðu og rétt magn mismunandi orkugjafa, vítamína og steinefna er ekki síður mikilvægt en þjálfunin sjálf. Íþróttanæringarfræðingar mæla oftast með því að íþróttamenn borði oft en lítið í einu. Á tímum mikillar áreynslu er lykilatriði að borða mikið af kolvetnum og eggjahvítu (prótínum) til þess að endurnýja glycogen birgðir líkamans og sjá líkamanum fyrir amínósýrum til uppbyggingar og viðgerða á vefjum, ekki síst beinagrindarvöðvum. Í þessarri grein mun ég eingöngu fjalla um kolvetnin en þau gegna lykilhlutverki fyrir líkamsstarfsemina, vellíðan þína og árangur ef þú stundar íþróttir eða reglulega hreyfingu.

10220100 m

Mælt er með því að meginhluti kolvetna sem þú neytir séu flókin kolvetni. Dæmi um matvörur sem innihalda flókin kolvetni eru kartöflur, hrísgrjón, rískökur, beyglur, tortilla, morgunkorn, kornvörur, heilkornabrauð, hrökkbrauð, linsubaunir, grænar baunir, kúrbítur (squash), grófkorna kex (crackers), og poppkorn. Sumir íþróttamenn geta þurft einföld kolvetni (best er að fá slík kolvetni úr ávöxtum) eða sykur. Ef þú ert ekki í mjög kröftugri líkamsrækt, t.d. göngutúrum fimm sinnum í viku, þarf kolvetnanesyla ekki að vera mikil til að fullnægja orkuþörfinni. Ef þú stundar kröftugri líkamsrækt, t.d. að jafnaði 6 - 8 tíma á viku eða lengur þarftu helst að borða a.m.k. 5 - 6 grömm af kolvetnum á dag fyrir hvert kíló líkamsþyngdar þinnar. Þetta þýðir að ef þú ert 60 kíló þarftu að borða a.m.k. 300 - 360 grömm af kolvetnum á dag og ef þú ert 90 kíló þarftu að borða a.m.k. 450 - 540 grömm af kolvetnum daglega. Ef þú þjálfar meira eykst kolvetnaþörfin enn frekar.

Glúkósi er megineldsneyti frumna líkamans. Líkaminn getur geymt glúkósa í formi glycogens, mest af þessum birgðum er geymt í lifur og beinagrindarvöðvum. Glycogenbirgðir í vöðvum tryggja vövafrumum glúkósa þegar vöðvar erfiða. Glycogen virkar þannig eins og stór varatankur þar sem líkaminn getur geymt eldsneyti. Ef þessar birgðir tæmast þarf líkaminn að finna annars konar eldsneyti. Þetta gerist t.d. við langa föstu eða ef lítilla kolvetna er neytt. Þá grípur líkaminnn til þess ráðs að nota önnur efni til brennslu, t.d. amínosýrur eða fitusýrur. Niðurbrot eggjahvítu undir þessum kringumstæðum getur leitt til minnkunar á vöðvamassa. Við niðurbrot fitusýra myndast svokallaðir ketónar sem líffæri eins og heilinn geta notað sem eldsneyti. 

Lifrarfrumur nota glycogenbirgðirnar til þess að stýra blóðsykri og halda þannig glukósamagni í blóðinu stöðugu. Þetta er afar mikilvægt fyrir líkamsstarfsemina. Ef kolvetnaneysla er ekki nægjanleg fer lifrin að brjóta niður glycogen ti þess að skaffa frumunum glúkósa. Með þessu móti getur lifrin pumpað 100 til 150 milligrömmum af glúkósa út í blóðrásina á hverri mínútu í allt að tólf klukkutíma ef þörf er á. Að lokum tæmist  eldsneytistankurinn og glycogenforðinn verður uppurinn.

Þú getur fyllt á glycogentankinn fyrir mikla þjálfun eða kappleik með aðferð sem  kölluð hefur verið "carbohydrate loading". Þetta hefur stundum verið kallað kolvetnahleðsla á íslensku. Hún fer þannig fram að þú eykur kolvetnaneyslu þína síðustu dagana fyrir keppni, t.d. hlaup. Ef um langt hlaup er að ræða skaltu reikna með 6-7 dögum. Við styttri hlaup dugar styttri tími. Þessa daga skaltu reyna að sjá til þess að 60-70 prósent orkuneyslunnar séu kolvetni. Á sama tíma dregurðu smám saman úr þjálfun. Á þennan hátt geturðu aukið glycogenbirgðirnar um 20-40%. Sumar rannsóknir hafa sýnt að við slíka kolvetnahleðslu geta glycogen birgðir í beinagrindarvöðvum tvöfaldast. Ef þú ert hlaupari er mjög líklegt að þú getir bæði hlaupið hraðar og lengur við þessar kringumstæður.

7798451 m

Einn af ókostum kolvetnahlesðlu er vökvasöfnun. Fyrir hvert gram af glycogeni sem líkaminn bætir við sig þarf hann að bæta á sig um þremur grömmum af vatni. Þetta getur stundum leitt til þyngdaraukningar sem kann að vera óæskileg við þessar kringumstæður. Einnig getur almenn vanlíðan fylgt slíkri vökvasöfnun.

Hvenær áttu að grípa til kolvetnahleðslu? Ef þú ætlar að taka þátt í keppni eða hlaupi sem stendur skemur en 60 mínútur er ólílklegt að kolvetnahleðsla muni hjálpa þér mikið. Það getur þó verið hjálplegt undir þessum kringumstæðum að auka kolvetnaneysluna síðustu tvo dagana samtímis sem þú dregur úr þjálfun. Full ástæða er að til mæla með kolvetnahleðslu ef þú ætlar að hlaupa maraþon eða hálft maraþon.

Síðustu klukkutímana fyrir keppni skaltu fyrst og fremst neyta kolvetna. Eggjahvíta og fita þarf lengri tíma til að meltast og mun hjálpa þér lítið þegar til skemmri tíma er litið. Ef þú neytir kolvetna síðustu 2 til 4 tímana fyrir keppni mun það hins vegar hjálpa þér til að fylla á orkubirgðirnar. Þú þarft þó að gæta hófs því annars er hætta á meltingaróþægindum. Meðalhófið kann að vera vandratað undir þessum kringumstæðum því ef þú borðar of mikið verðurðu uppþembdur og ef þú borðar of lítð gætirðu fundið til hungurtilfinningar sem er ekki heldur æskilegt. Síðustu tvo tímana er skynsamlegast að neyta kolvetna í fljótandi formi, t.d. íþrótta- eða orkudrykkja. Skoðaðu þó innihaldslýsingu þeirra vel, ekki síst koffínmagn.

Að síðustu er spurning hvort þú átt að borða eða drekka síðasta klukkutímann fyrir keppni. Þetta fer allt eftir því hversu vel þér hefur tekist að fylla á orkutankana síðustu tímana á undan. Þú ættir þó sennilega ekki að neyta fastrar fæðu síðasta klukkutíman fyrir keppni því það gæti valdið uppþembu og öðrum meltingaróþægindum. Haltu þig því við kolvetni í fljótandi formi.

Að loknu hlaupi eða keppni skaltu borða vel af kolvetnum til þess að endurnýja glycogen forðann. Mundu einnig að borða eggjahvítu, t.d. kjöt, fisk, egg og skyr, til að auðvelda líkamanum viðgerð og uppbygingu á vefjum, ekki síst beinagrindarvöðvum.


Mýtan um veikara kynið

9638188 m

Konur fengu ekki að keppa í maraþonhlaupi á ólympíuleikum fyrr en árið 1984. Leikarnir fóru þá fram í Los Angeles.

Fram að 1960 var lengsta hlaup sem konur fengu að taka þátt í á ólympíyleikum 800 metrar. Lengi vel var talið að lengri hlaup væru skaðleg fyrir konur og að líkami þeirra væri ekki gerður fyrir langhlaup. 

Sigurvegari í í fyrsta maraþonhlaupi kvenna í Los Angeles 1984 var Bandaríkjakonan Joan Benoit, hún var þá 27 ára gömul. Tími hennnar var 02:24:52. Sá tími hefði dugað til að sigra í 11 af 20 maraþonhlaupum karla á fyrri ólympíuleikum.

Saga Joan Benoit er ekki síður merkileg fyrir þær sakir að hún meiddist illa a hné þegar hún keppti í 20 mílna hlaupi skömmu fyrir inntökumótið fyrir leikana í Los Angeles (United States Olympic Women's Marathon Trials). Hún gekkst undir aðgerð á hné með speglunartækni 17 dögum fyrir inntökumótið. Bati hennar var skjótur og hún náði að sigra hlaupið. Þremur mánuðum síðar sigraði hún fyrsta maraþonhlauop kvenna á ólympíuleikum.

Baráttan fyrir því að konur fengju að keppa í langhlaupum á ólympíuleikum og öðrum stórmótum hafði staðið lengi. Roberta Gibb varð fræg þegar hún faldi sig á bak við runna þegar ræst var í Boston maraþonhlaupið árið 1966. Hún hljóp síðan af stað með öllum körlunum og kláraði hlaupið á tímanum 03:21:25. Tíminn fékkst reyndar ekki formlega viðurkenndur. 

Roberta Gibb lýsir reynslu sinni svona: 

"I took the bus back from San Diego, curled up in the seat for three nights and four days, eating only a bag of apples and bus station chili and arrived the day before the race at my parents’ house in Winchester. I ate a huge roast beef dinner and apple pie. The next day my mother drove me to the start in Hopkinton and dropped me off. I ran up and down a couple of miles to warm up, and then I hid in the bushes near the start.

When the gun went off I jumped into the pack. I had no idea what kind of reception I’d get. I was afraid the police would arrest me and that the spectators might boo and hiss. I was afraid that if the officials saw I was a woman they’d throw me out. I was all alone. I knew the most important thing was to prevent anyone from stopping me, so I wore a blue sweatshirt with the hood pulled up and my brother’s Bermuda shorts tied up with a string, over my black, tank-topped bathing suit.

Very quickly, the men behind me, studying my anatomy, figured out that I was a woman, and to my great relief, they were supportive and friendly. They could have shouldered me off the course, but instead they said, “It’s a free road. We won’t let anyone throw you out.” So contrary to what some people think, it was not a men-versus-women confrontation. The men were glad that I was running. With this encouragement, I took off the hot, heavy sweatshirt, and then everyone could see that I was a woman. A cheer went up from the crowd when they saw a woman was running."

Þær eru margar hetjurnar.

Næstum helming krabbameina má rekja til lífsstíls

6568828 m

Rúmlega fjögur af hverjum tíu krabbameinum má rekja til lífstíls og umhverfisþátta. Hegðunar-mynstur okkar ræður því miklu um hvort við fáum krabbamein eða ekki. Þar ber hæst þætti eins og reykingar, mataræði, líkamsþyngd og vinnuumhverfi. Þetta kemur fram í grein sem birt var nýlega í British Journal of Cancer.

Aðalhöfundur greinarinnar, prófessor Max Parkin sem starfar við Queen Mary Unviersity of London segir: "margir telja að krabbamein skýrist aðallega af erfðum eða öðrum óviðráðanlegum þáttum" og að það sé einungis "tilviljun hver dregur stráið". "Sé litið á öll tiltæk gögn er þó ljóst að rekja má um rúmlega 40% krabbameina til orsakaþátta sem við getum haft veruleg áhrif á."

Við útreikninga sína skoðuðu vísndamennirnir 18 mismunandi krabbamein og 14 lífstíls - eða umhverfisþætti í Bretlandi á árabilinu 1993 - 2007. Reykingar voru langstærsti áhættuþátturinn fyrir krabbameini hjá báðum kynjum 

Fyrir karlmenn virðist skipta mestu máli að hætta að reykja, borða meira af ávöxtum og grænmeti og draga úr áfengisneyslu. Fyrir konur skiptir mestu máli að hætta reykingum og gæta að líkamsþyngdinni.

Prófessor Parkin segir: "Við áttum ekki von á því að neysla á ávöxtum og grænmeti væri svona mikilvægur þáttur í tilurð krabbameina hjá karlmönnum. Það kom okkur einnig á óvart að of mikil líkamsþyngd væri eins sterkur áhættuþáttur hjá konum og raun bar vitni."

 57173225 cancer causes m w2 624gr

Talið er að rekja megi 134 þúsund krabbameinstilvika í Bretlandi á ári til lífstíls-og umhverisþátta.  Stærsta hlutann, um 100 þúsund tilvik má rekja til reykinga, mataræðis, áfengisdrykkju og of mikillar líkamsþyngdar. Eitt af hverjum 25 krabbameinstilvikum má rekja vinnuumhverfis og þátta eins og eitrana eða efnamengunar, snerting við asbest er dæmi um slíkt. Þá hefur reyndar verið vitað lengi að reykingar eru meginorsök lungnakrabbameins. 

Ýmislegt annað kom vísindamönnunum þó meira á óvart. T.d. tengdist 10% af hættunni á brjóstakrabbameini of hárri líkamsþyngd. Þannig var líkamsþyngdin mun sterkari áhættuþáttur en áfengi eða hvort og hversu mikið konan hefði stundað brjóstagjöf.

Hvað vélindakrabbamein varðar töldu greinarhöfundarnir helming áhættunnar tengjast of lítill neyslu á ávöxtum og grænmeti, fimmtungur var rakinn til áfengisneyslu. Magakrabbeimein var í fimmtungi tilvika talið tengjast of mikilli saltneyslu. Meiri hluta krabbameina í munnholi og hálsi má rekja til hegðunar og lífstíls en mjög lítinn hluta sumra annarra krabbameina eins og t.d. krabbameins í gallblöðru. 

Ljóst er að margir veikjast af krabbameini án þess að rekja megi það til þátta í umhverfi okkar, lífstíl eða hegðunarmynstri. í mörgum tilvikum er um að ræða erfðir eða aðra orsakaþætti sem við þekkjum ekki eða ráðum ekki við. Hins vegar er ljóst að breytingar á lífstíl og umhverfisþáttum geta fækkað krabbameinstilvikum umtalsvert.


Heimildir

DM Parkin, L Boyd, LC Walker. The fraction of cancer attributable to lifestyle and environmental factors in the UK in 2010. British Journal of Cancer (2011) 105, S77 – S81.

BBC News Health


 

Er hægt að fyrirbyggja heilabilun og Alzheimer?

2839807 m

Heilabilun (dementia) er algengt vandamál hjá öldruðum einstaklingum og getur einnig sést hjá miðaldra fólki. Lífsgæði eru oft á tíðum verulega skert og ástandið getur haft mikil áhrif á umhverfi sjúklingsins, fjölskyldu og vini. Batalíkur eru oftast litlar, meðferðarmöguleikar fáir og horfur slæmar.

Stundum er talað um heilabilun og Alzheimer sjúkdóm eins og það sé sami hluturinn en svo er ekki. Heilabilun er ekki sjúkdómur, heldur hugtak sem notað er yfir vitræna skerðingu sem er svo mikil að hún hefur áhrif á daglegt líf einstaklingsins. Heilabilun lýsir í raun margs konar einkennum, meðal þeirra eru minnisskerðing og aðrar truflanir í hugsanaferli. Alzheimer sjúkdómur er algengasta tegund heilabilunar og skýrir 60-80% tilvika. Heilabilun af völdum æðasjúkdóma er næstalgengasta orsök heilabilunar og stafar af skertu blóðflæði til hluta heilans.

Alzheimer sjúkdómur er vaxandi áhyggjuefni, ekki síst í ljósi þess að hlutfall aldraðra einstaklinga í samfélaginu fer hratt vaxandi auk þess sem engin lækning við sjúkdómnum er í sjónmáli. Í dag er talið að 33.9 milljónir manna í heiminum þjáist af sjúkdómnum. Alzheimer sjúkdómur er sjötta algengasta dánarorsökin í Bandaríkjunum. 

"Niðurstöður okkar benda til þess að rekja megi um helming Alzheimer tilvika til áhættuþátta sem unnt er að hafa áhrif á."

"Við teljum þetta eiga við um allar tegundir heilabilunar."

                    Barnes EB, Yaffe K
                    Lancet Neurology 2011

Það var þýski tauga- og geðlæknirinn Alois Alzheimer sem árið 1906 lýsti fyrstur manna sjúkdómnum sem síðar var nefndur eftir honum. Hann hafði greint óeðlilegar útfellingar í heila 51 árs gamallar konu sem þjáðst hafði af heilabilun. Í dag er vitað að sjúklingar með Alzheimer sjúkdóm fá útfellingar í heilann sem nefndar hafa verið "plaques" og "tangles". "Plaques" eru eggjahvítubútar sem samanstanda af beta-amyloid. Í dag eru miklar vonir bundnar við lyf sem draga úr uppsöfnun á beta-amyloid og er þegar verið að prófa slík lyf í klíniskum rannsóknum á mönnum.

Orsök Alzheimer sjúkdóms er óþekkt. Nokkrum áhættuþáttum hefur þó verið lýst. Hættan á að fá sjúkdóminn eykst verulega með hækkandi aldri. Ættarsaga skiptir talsverðu máli, meiri hætta er að fá sjúkdóminn ef hann hefur greinst hjá öðrum fjölskyldumeðlim. Svokallaður ApoE4 genabreytileiki er mjög sterkur áhættuþáttur fyrir Alzheimer sjúkdómi.

Hættan á að fá heilabilun af völdum æðasjúkdóms tengist sterklega áhættuþáttum hjarta-og æðasjúkdóma. Má þar helst telja háan blóðþrýsting, sykursýki, reykingar og háa blóðfitu. Það er því unnt að draga úr hættunni á þessarri tegund heilabilunar með því að reykja ekki, halda blóðþrýstingi og blóðfitum innan eðlilegra marka, hreyfa sig reglulega og neyta hollrar fæðu. 

Þótt tengsl Alzheimer´s sjúkdóms og hinna ýmsu áhættuþátta séu ekki fyllilega skýr telja sérfræðingar að unnt sé að draga verulega úr algengi Alzheimers sjúkdóms með þvi að draga úr áhættuþáttum. Síðasta haust birtist áhugaverð grein um þetta efni í tímaritinu Lancet Neurology. Greinin er skrifuð af tveimur bandarískum geðlæknum sem starfa við UCSF (University of California, San Francisco). Í greininni lýsa prófessorarnir Deborah E. Barnes og Kristine Yaffe sjö helstu umhverfisáhættuþáttum sjúkdómsins og eigin útreikningum á vægi þeirra. 

The projected effect of risk factor reduction on Alzheimer´s risk prevalence 
Deborah E Barnes, Kristine Yaffe. 
The Lancet Neurology, 10 (9), sept 2011;p 819-828.

 

Sjö áhættuþættir heilabilunar fyrir utan fjölskyldusögu og erfðir

  • Sykursýki
  • Háþrýstingur á miðjum aldri
  • Offita á miðjum aldri
  • Þunglyndi
  • Kyrrseta 
  • Reykingar
  • Lítil vitræn/vitsmunaleg virkni og lágt menntunarstig 

Áhættuþættirnir sjö eru: sykursýki, háþrýstingur á miðjum aldri, offita á miðjum aldri, þunglyndi, kyrrseta, reykingar, lítil vitræn eða vitsmunaleg virkni (cognitive activity) eða lágt menntunarstig.

1. Sykursýki. Margar rannsóknir benda til tengsla á milli sykursýki og Alzheimer sjúkdóms. Um 2% tilvika af Alzheimer sjúkdómi má rekja til sykursýki. Ef algengi sykursýki í heiminum væri 10% lægra mætti búast við því að unnt væri að koma í veg fyrir 81.000 tilvika af Alzheimer sjúkdómi.

2. Hár blóðþrýstingur. Hár blóðþrýstingur á miðjum aldri er talinn áhættuþáttur fyrir Alzheimer sjúkdómi og er það stutt af allmörgum rannsóknum. Þetta virðist ekki eiga við um háþrýsting á efri árum. Talið er að um 5% Alzheimer tilvika megi rekja til háþrýstings. Ef algengi háþrýstings væri 10% lægra en það er í dag mætti koma í veg fyrir 160.000 tilvik af Alzheimer sjúkdómi í heiminum.

3. Offita. Marktæk tengsl virðast vera á milli offitu á miðjum aldri og Alzheimer sjúkdóms. Þessi tengsl virðast breytast með aldri. Þannig hafa rannsóknir sýnt að lág líkamsþyngd á fullorðinsárum tengist Alzemer sjúkdómi fremur en offita. Um 2% Alzheimer tilvika eru talin tengjast offitu á miðjum aldri. Lækkun á algengi offitu hjá miðaldra einstaklingum gæti fækkað Alzheimer tilvikum í heiminum um 67.000.

4. Þunglyndi. Rannsóknir benda til þess að þunglyndi auki hættuna á Alzheimer sjúkdómi umtalsvert.  Rúmlega 10% Alzheimer tilvika má rekja til þunglyndis. Lækkun á algengi þunglyndis um 10% gæti fækkað Alzheimer tilvikum í heiminum um 326.000. 

5. Kyrrseta. Margar rannsóknir benda tll tengsla á milli kyrrsetu og Alzheimer sjúkdóms. Klíniskar rannsóknir hafa einnig sýnt að hraustir aldraðir einstaklingar geta bætt vitræna starfsemi með líkamlegri þjálfun. Um 13% Alzheimer tilvika má rekja til of mikillar kyrrsetu. Ef kyrrseta minnkaði um 10% væri hugasnlega unnt að koma í veg fyrir 380.000 tilvik Alzheimer sjúkdóms í heiminum.

6. Reykingar. Árið 1995 reyktu 29% af íbúum jarðarinnar sem voru 15 ára og eldri. Hæst var tíðnin í Evrópu og Asíu eða 34%. Reykingatíðni er mjög breytileg eftir löndum. Árið 2009 reyktu 20.6% Bandaríkjamanna eldri en 18 ára. Árið 2002 reyktu 24% Íslendinga, árið 2006 var þessi tala komin niður í tæp 19%. Um 14% Alzheimer tilvika í heiminum má rekja til reykinga. Ef algengi reykinga minnkaði um 10% gæti Alzheimer tilvikum í heiminum fækkað um 412.000.

7. Lítil vitræn/vitsmunaleg virkni eða lágt menntunarstig. Ýmsar rannsóknir hafa bent til tengsla á milli lítillar vitsmunalegrar virkni og Alzheimer sjúkdóms. Klíniskar rannsóknir hafa einnig bent til þess að vitsmunaleg örvun eða þjálfun hjá öldruðum bæti vitræna starfsemi. Um 19% Alzheimar tilvika má rekja til skorts á vitsmunalegri virkni eða lágs menntunarstigs. Lækkun á algengi þessarra vandamála um 10% myndi hugsanlega fækka Alzheimer tilvikum í heiminum um 534.000.


“These days I walk into a room full of people and the only name I can remember is Alzheimer”
                                                                                                                                              Unknown author


Geta vítamín og steinefni dregið úr hættu á ristilkrabbameini?

9015616 m

Kanadískir vísindamenn kynntu nýlega rannsóknarniðurstöður sem benda til þess að regluleg inntaka vítamína og steinefna geti lækkað hættuna á ristilkrabbameini í rottum. Niðurstöðurnar voru birtar í janúarhefti tímaritsin Canadian Journal of Physiology and Pharmacology og hafa vakið talsverða athygli. Ritsjóri tímaritsins, Dr. Grant Pierce, segir að fram að þessu hafi verið óljóst hvort regluleg inntaka fjölvítamína sé hjálpleg fyrir krabbameinssjúklinga. Hann telur rannsókn þessa gefa vísbendingu um að svo geti verið.

Í rannsókninni var tilraunarottum skipt í sex hópa sem fengu sérstakt áhættumataræði og krabbameinshvetjandi efni (carcinogen). Rottur sem nærðar voru í 32 vikur á mikilli fitu og litlu trefjamagni auk carcinogen efna sýndi merki um illkynja mein í ristli. Þessi tilhneiging sást mun sjaldnar hjá þeim rottum sem að auki fengu fjölvítamín og steinefni daglega. Höfundar greinarinnar draga þá ályktun að vítamín og steinefni dragi úr hættu á krabbameinsmyndun í ristli við þessar tilbúnu aðstæður þar sem hættan á krabbameini er mjög mikil. 

Krabbamein í ristli er um 8% allra illkynja æxla á Íslandi. Þetta æxli er heldur algengara hjá körlum en konum. Meðalaldur við greiningu er um 71 ár. Margt er óljóst um orsakir sjúkdómsins. Erfðir gegna miklu hlutverki í vissum gerðum ristilkrabbameins en erfðafræðilegir þættir eru þó ekki taldir orsaka nema 5% allra ristilkrabbameina. Flestir sem greinast eru eldri en fimmtugir og geta fæstir þeirra talist vera í einhverjum sérstökum áhættuhópi. Nokkrir áhættuhópar eru þó þekktir, t.d. einstaklingar með sterka ættarsögu um ristilkrabbamein, fólk með ákveðna gerð ristilsepa eða þekkta langvinna bólgusjúkdóma í ristli. 

Lengi vel var talið að lítil neysla trefja væri áhættuþáttur fyrir ristilkrabbameini en rannsóknir hafa þó ekki staðfest það með vissu. Rannsóknir seinni ára benda til að offita, lítil líkamleg hreyfing, mikil áfengisneysla, lítil neysla fólinsýru og mikil neysla á rauðu kjöti auki líkurnar á ristilkrabbameini. Mikil neysla ávaxta og grænmetis er talin hafa verndandi áhrif. Vísbendingar eru um að skimun fyrir ristilkrabbameini með ristilspeglun og fjarlægingu ristilsepa geti dregið úr nýgengi sjúkdómsins og lækkað dánartíðni. 

Heimildir: 
Fréttatilkynning NRC Resarch Press - Regular use of vitamin and mineral supplements could reduce the risk of colon cancer
Krabbamein á Íslandi - Upplýsingar úr Krabbameinsskrá fyrir tímabilið 1957-2006. Jón Gunnlaugur Jónsson og Laufey Tryggvadóttir (ritstjórar). Krabbameinsfélagið, Reykjavík 2008.          
                                                                                                                    

Hitaeiningar eru ekki sama og hitaeiningar

11752517 m

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 á þessum ágæta sunnudegi var fjallað stuttlega um niðurstöður nýrrar íslenskrar rannsóknar á áhrifum mismunandi tegunda af skyndibita á blóðsykur.

Í fréttinni kom fram að þátttakendur rannsóknarinnar voru látnir borða tvenns konar máltíðir. Annars vegar laxaborgara í grófu súrdeigsbrauði með salati og appelsínusafa og hins vegar beikonborgara og gosdrykk. Þessar tvær máltíðir innihéldu jafnmargar hitaeiningar og hlutfall kolvetna, fitu og eggjahvítu var það sama. Rætt var stuttlega við Fjólu Dröfn Guðmundsdóttur næringarfræðing sem framkvæmdi rannsóknina. Í ljós kom að blóðsykur og insulín í blóði þátttakenda hækkuðu tvöfalt meira eftir neyslu beikonborgarans en laxaborgarans. Jafnframt kom fram að munurinn var marktækt meiri hjá þeim sem voru of þungir en hjá þeim sem voru í kjörþyngd.

Innan um hinar fréttirnar í kvöld hljómaði þetta kannski ekki sérlega spennandi. En skoðum málin aðeins nánar. Niðurstöðurnar eru nefnilega mjög áhugaverðar fyrir margra hluta sakir og hjálpa okkur hugsanlega að skilja eitthvað af því sem fer úrskeiðis hjá einstaklingum sem þjást af offitu.

Það er nokkuð vel þekkt að insulínframleiðsla og stjórnun blóðsykurs eftir máltíðir ræður miklu um það í hversu miklum mæli líkaminn breytir umframorku í fitu. Ef blóðsykur hækkar mikið og skart verður insulínframleiðsla meiri sem getur ýtt undir offitu. 

Rannsóknin sýnir að máltíð sem hefur sömu samsetningu meginorkugjafa ( kolvetni, eggjahvíta og fita) og sama magn hitaeininga hefur mismunandi áhrif á blóðsykur og insulínframleiðslu. Það eru því sennilega öllu meiri líkur á að þú fitnir af beikonborgaranum en laxaborgaranum þótt þeir innihaldi sama magn hitaeininga. Þetta stríðir reyndar gegn einu af meginlögmálum eðlisfræðinnar ("first law of thermodynamics") sem Rudolf Clausius setti fram árið 1850. Clausius sagði: "In all cases in which work is produced by the agency of heat, a quantity of heat is consumed which is proportional to the work done; and conversely, by the expenditure of an equal quantity of work an equal quantity of heat is produced."

Nú er ég kominn langt út fyrir efnið! 

Hins vegar er niðurstaða Fjólu í samræmi við það sem ýmsir vísindamenn hafa áður sagt; kaloríur eru ekki sama og kaloríur. Þú getur fitnað meira af þúsund kaloríum en af þúsund kaloríum.

Annað sem Fjóla sýnir fram á er að munurinn á blóðsykurhækkun og insulínframleiðslu eftir beikonborgara en eftir laxaborgara er meiri hjá feitum einstaklingum en þeim sem eru í kjörþyngd. Þannig eru feitir einstaklingar líklegri til að fitna meira en þeir sem ekki eru feitir þótt þeir neyti sömu fæðu. Svo virðist sem stýrikerfi þeirra sem þjást af offitu virki ekki eðlilega undir þessum kringumstæðum, blóðsykur hækkar óeðlilega mikið og insulínframleiðsla verður of mikil. Þetta kann að ýta undir offitu. Sumir sérfræðingar hafa talað um kolvetnaóþol (carbohydrate intolerance) þegar líkaminn getur ekki höndlað kolvetni á eðlilegan hátt.

Niðurstöðurnar geta því bent til þess að of feitir einstaklingar séu líklegri til að fitna meira af óhollum skyndibita en þeir sem eru í kjörþyngd.  í þessu tilviki er það ekki hitaeiningafjöldinn sem skiptir máli né magn fitu eða kolvetna. Fram kemur að laxaborgarinn hefur meira trefjamagn sem líklega leiðir til þess að fæðan hefur lægri sykurstuðul (glycemic index) sem getur skýrt hvers vegna blóðsykur hækkar minna en ella. Þá er fitusýrusamsetningin í laxaborgaranum einnig hagstæðari en óvíst er hvaða áhrif það hefur á niðurstöðurnar. 

Ég hlakka til að fá að vita meira um þesa rannsókn, framkvæmd hennar, helstu niðurstöður og hvernig þær eru túlkaðar. 

© Axel F Sigurdsson 2012