Fréttir | Mataræði.is

Fréttir

Út að ganga!

9197661 m

Margir hafa litla trú á göngutúrum. Í þeim felast ekki mikil líkamleg átök og þeir eru því oft ekki flokkaðir sem líkamsrækt. Nýleg rannsókn hefur hins vegar sýnt að kukkutíma göngutúr á dag dregur marktækt úr líkunum á offitu hjá einstaklingum með ættarsögu um þetta vandamál. Hins vegar virðist líferni sem felur í sér mikla kyrrsetu og sjónvarpsáhorf í meira en fjóra klukkutíma á dag auka hættuna á offitu um 50 prósent. Þessar rannsóknarniðurstöður voru kynntar á fundi American Heart Association í San Diego í síðustu viku. 

Rannsóknin náði til rúmlega 12 þúsund karla og kvenna sem tóku þátt í tveimur stórum faraldsfræðilegum rannsóknum; Nurses Health Study og Health Professionals Follow-up Study. Offita var skilgreind sem líkamsþyngdarstuðull yfir 30. Sjónvarpsáhorf var talið endurspegla kyrrsetu. Greinileg fylgni var á milli sjónvarpsáhorfs og offitu. Hins vegar fór tíðni offitu lækkandi eftir því sem göngutúrar voru algengari og lengri. Fram kom að meðalsjónvarpsáhorf Bandaríkjamanns er 4-6 klukkutímar á dag. 

Þú getur lesið þig til um rannsóknina hér: "Walking may halve genetic influence on obesity".



Konur, vín og heilablóðfall

Women, wine and stroke

Konur sem drekka allt að sjö vínglös eða bjóra á viku eru ólíklegri til að fá heilablóðfall en konur sem drekka ekkert áfengi. Þetta eru niðurstöður faraldsfræðilegrar rannsóknar á 83 þúsund konum sem fylgt var eftir í 26 ár. Rannsóknin er hluti af mjög stórri bandarískri rannsókn sem ber heitið Nurses Health Study. Niðurstöðurnar eru birtar í nýjaste hefti tímaritisins Stroke: Journal of the American Heart Association. Þeir sem vilja kynna sér rannsóknina betur geta nálgast niðurstöðurnar hér.

Höfundar greinarinnar túlka niðurstöðurnar varlega. Monik Jimenez frá Brigham and Women´s Hospital í Boston sem leiddi rannsóknina segir: "Rannsónarniðurstöðurnar mega ekki verða til þess að hvetja konur sem ekki drekka áfengi til að byrja á því. Áfengi er tvíbent sverð. Ef drukkið er meira magn en um ræðir í rannsókninni getur það hækkað blóðþrýsting og aukið hættuna á gáttatifi sem í sjálfu sér eykur líkurnar á heilablóðfalli"

Rannsóknin náði til miðaldra kvenna. Bornar voru saman drykkjuvenjur þeirra sem fengu heilablóðfall og þeirra sem ekki fengu slíkt áfall. Konunum var skipt í hópa eftir því hversu mikils áfengis þær neyttu.

Af þeim 25 þúsund konum sem ekki drukku áfengi fengu um 4 prósent heilablóðfall meðan á rannsókninni stóð. Tíðnin var um 2 pósent meðal 29 þúsund kvenna sem drukku allt að hálft glas á dag. Meðal þeirra sem drukku allt að eitt glas á dag að meðaltali var tíðni heilablóðfalla aðeins 0.5 prósent. Þegar tekið var tllit til annarra áhættuþátta, eins og reykinga og offitu, reyndist hópurinn sem drakk allt að eitt glas á dag hafa 17-21 prósent minni líkur á heilablóðfalli en hinir. 

Rannsóknin sannar ekki að hófleg áfengisnotkunin dragi úr tíðni heilablóðfalla. Faraldsfræðileg rannsókn af þessu tagi getur ekki sannað slíkt orsakasamband. Ein kenning er sú að þetta geti haft með félagslegar aðstæður að gera. Áfengi kostar pening og hugsanlegt er að þeir sem drekka áfengi séu efnameiri en hinir. Aðrar rannóknir hafa bent til þess að heilablóðföll séu algengari meðal efnaminni einstaklinga en þeirra sem eru efnameiri.

Jimenez segir þó að hugsanlegt sé að áfengið sjálft hafi verndandi áhrif og dragi úr hættu á heilablóðfalli. Hófleg áfengisneysla geti haft jákvæð áhrif á blóðfitur og dregið úr blóðsegamyndun. 

Viltu forðast að brenna út í starfi? Drífðu þig þá í ræktina!

6661912 m

03/Marz/2012. Kannski er það síðasta sem þig langar til að gera eftir langan og erfiðan vinnudag að skella þér í hlaupaskóna og taka sprett eða drífa þig í líkamsræktina og svitna með öllu hinu liðinu. Ef þú hins vegar hefur þig af stað nokkrum sinnum í viku er líklegra að þú verðir í betra skapi í vinnunni. Þetta kemur fram í nýlegri rannsókn sem birt hefur verið í Journal of Applied Psychology. Greinin ber heitið Job burnout and depression: Unraveling their temporal relationship and considering the role of physical activity.

Vísndamenn frá háskólanum í Tel Aviv komust að því í þessarri rannsókn að starfsmenn sem stunda líkamsrækt í nokkra klukkutíma í hverri viku eru ólíklegri en aðrir til að upplifa versnandi geðheilsu í starfi. Dr. Sharon Toker sem fór fyrir rannsókninni telur að þeir einstaklingar sem stunda líkamsrækt samtals í fjóra tíma í viku verði síður útbrenndir í starfi og upplifi síður einkenni þunglyndis.

Dr. Toker segir að útbrennsla (burnout) sé í raun líkamleg, huglæg og tlfinningaleg örmögnun. Útbrennsla í starfi getur haft alvarlegar afleiðingar og segir Toker að hún hafi oft eins konar "domino" áhrif sem geti leitt til þess að einstaklingurinn missir starf sitt, jafnvel fjölskyldu, heimili og standi svo eftir berskjaldaður og finnist hann einskis virði.

Toker og félagar rannsökuðu 1.632 einstaklinga sem störfuðu bæði í einkageiranum og hjá hinu opinbera. Þeim var skipt í fjóra hópa. Einn hópur stundaði enga líkamsrækt, annar hópurinn stundaði líkamsrækt í 75-150 mínútur í viku, sá þriðji í 150 - 240 mínútur í viku og sá fjórði í meira en 240 minútur vikulega. Þátttakendurnir svöruðu spurningalistum og komu í þrisvar í reglulegt eftirit á rannsóknarstöðina á níu ára tímabili. Þunglyndi og útbrennsla var greinilega algengust meðal þeirra sem stunduðu enga líkamsrækt. Því meira sem einstaklingarnir hreyfðu sig, því ólíklegra var að þeir sýndi enkenni um þunglyndi eða útbrennslu.

Höfundarnir hvetja vinnuveitendur til að setja upp líkamræktaraðstöðu á vinnustöðum eða sjá til þess að vinnutími sé sveigjanlegur svo starfsmenn hafi tíma til að stunda reglulega líkamshreyfingu. Þeir telja að þegar til lengdar lætur muni vinnuveitandinn hagnast á slíkum aðgerðum.

© Axel F Sigurdsson 2012